Lífið

Skíðakappar þaktir LED ljósum - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Skjáskot
Sænsk auglýsing fyrir ný ambilight sjónvörp Philips hefur vakið mikla athygli á internetinu. Þar skíða tveir menn niður hlíðar fjalls í Kanada að nóttu til. Sem er ekki í frásögur færandi, nema að því leyti að þeir eru í sérstökum búningum sem þaktir eru LED ljósum.

Auglýsingin er gerð af fyrirtækinu Ahlstrand & Wållgren en upptökur voru ekki auðveldar samkvæmt Huffington Post, sem ræddi við einn af leikstjórum auglýsingarinnar. Upptökur tóku fimm vikur í allt að 15 gráðu frosti. Þegar mest var voru 70 kílómetrar í næsta veg og var snjórinn gríðarlega djúpur.

Flytja þurfti stóra ljóskastara á tökustað og til að keyra þá þurfti átta rafala. Allt hófst þetta þó og úr varð einstaklega falleg þriggja mínútna stuttmynd sem gerð var af Sweetgras Productions, sem heitir Afterglow.

Hér er hluti myndarinnar sem sýnir eingöngu ljósabúningana. Hér má sjá Afterglow í fullri lengd. Sambærilegt myndband var þó gert fyrir nokkrum árum þar sem maður á snjóbretti var þakinn LED ljósum. Hér má sjá mann á brimbretti sem þakið hefur verið LED ljósum.

MUNDAKA 24H from aritzaranburu.com on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×