Innlent

Skerjafjörðurinn eins og maður að tína rusl úr ruslatunnu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Loftmynd af Skerjarfirði sem tekin er upp úr leiðarkerfi Strætó vekur mikla athygli á Reddit.com. Líkt og sjá má á myndinni að ofan líkist Skerjafjörðurinn manni með hendurnar ofan í ruslatunnu. Skildinga og Fáfnisnes mynda búk mannsins en Bauganes, Einarsnes og Skeljanes mynda svo ruslatunnuna eins og sjá má á Já.is.

„Af hverju í andskotanum býr fólk svona nálægt flugvellinum,“ segir einn hundruð notenda Reddit sem skiptast nú á skoðunum um flugvöllinn í Vatnsmýri og öðru því tengdu.

Gera notendur grín að því að borgarbúar bíði vafalítið spenntir eftir einstökum flugvélum sem lendi á flugvellinum. Svo lítið spennandi geti verið um að vera í landi þar sem íbúafjöldinn er aðeins á fjórða hundrað þúsund.

Myndin sem umræðan snýst um.
„Strákar! Strákar! Það er önnur vél að lenda! Og hún er blá! OMGOMGOMGOMGOMGOMG!“ skrifar einn á Reddit.

Aðrir eru jákvæðari og minnist einn Íslandsvinur þess þegar hann dvaldi hér á landi fyrir þremur árum. Þá horfði hann á flugvélarnar lenda í sólsetrinu. Segist hann öfunda fólkið sem búi svo nálægt flugvellinum.

Þá taka sumir umræðuna lengra og minna á þá staðreynd að verslunarmiðstöðin Smáralind minni á getnaðarlim þegar horft er á bygginguna úr lofti.

Umræðuna á Reddit má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×