Lífið

Skemmtistaðurinn Dolly lokar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dolly hefur verið nokkuð vinsæll undanfarin ár.
Dolly hefur verið nokkuð vinsæll undanfarin ár. mynd/facebooksíða Dolly
„Eins og kannski flestir velunnarar, DJ-ar, barflugur, kunningjar og góðvinir skemmtistaðarins Dolly vita að þá eru breytingar búnar að vera í kortunum í einhvern tíma. Nú er komið að því að loka staðnum sem er búinn að lifa í Hafnarstrætinu og í hjörtum okkar allra í næstum 3 ár,“ segir Þura Stína, rekstrarstjóri skemmtistaðarins Dolly, í stöðufærslu á Facebook.

Þura hefur komið að starfsemi staðarins alveg frá byrjun.

„Ég tók við rekstrarstjórn fyrir ári síðan af öðrum stórvini mínum Óla Hirti. Dolly mun loka hurðum sínum eftir laugardagskvöldið 11. júlí og hennar bíða ný og spennandi verkefni sem koma í ljós von bráðar.“

Íslenskir djammarar eiga því tvær helgar eftir á Dolly.

„Um helgina er frábær dagskrá á báðum hæðum og kistulagning, jarðaför og erfidrykkja sem verður haldin vikuna 11-15. júlí verður kynnt frekar á mánudaginn. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir mig.“

Þura segist hafa unnið með frábærum yfirmönnum, kynnst langbestu plötusnúðum landsins.

„Ég hef átt besta staffið í alheimi og lang flottust strákana í hurðinni. Ég kveð með risastóru brosi á vör, smá trega en þakklæti umfram allt og sé ykkur vonandi sem flest næstu tvær helgar. Lengi lifi Dolly, allt Dolly crewið og allar dúllur heimsins.“ 

Eins og kannski flestir velunnarar, DJ-ar, barflugur, kunningjar og góðvinir skemmtistaðarins Dolly vita að þá eru...

Posted by Þura Stína on 2. júlí 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×