Innlent

Skemmtigarðar greitt 60 milljónir í skaðabætur í sambærilegum málum

Gunnar Atli Gunnarsson skrifar
Skemmtigarðurinn Terra Mitica hefur verið sýknaður í máli Andra Freys Sveinssonar sem lést í slysi í garðinum árið 2014, þá 18 ára að aldri. Lögmaður fjölskyldunnar segir málinu hins vegar ekki vera lokið.

18 ára drengur, Andri Freyr Sveinsson, lést í slysi í Inferno-rússíbúnananum í skemmtigarðinum Terra Mítica á Benidorm, hinn 7. júlí árið 2014.

Sjá einnig: Terra Mitica ekki ábyrgur fyrir andláti Andra

Fjölskylda Andra hefur undanfarin ár staðið í málaferlum við skemmtigarðinn en hún telur margt gagnrýnivert við öryggismál í garðinum.

Héraðsdómstóll á Alicante sýknaði skemmtigarðinn síðastliðinn miðvikudag í sakamáli sem höfðað var í kjölfar slyssins. Lögmaður fjölskyldu Andra segir dómstólinn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert samnæmt hafi átt sér stað.

„Það er enginn á vegum Terra Mitica sem þarf að sitja í fangelsi vegna þessa máls. Það er enginn grunaður um manndráp,“ segir Xavier Rodriquez Gallego

Xavier segir niðurstöðuna hafa verið ákveðin vonbrigði fyrir fjölskylduna. Hins vegar sé mikilvægast í þeirra huga að tryggja að engin önnur fjölskylda þurfi að standa í þessum sporum.

Sjá einnig: Faðir Andra telur um manndráp af gáleysi að ræða en ekki slys



Kom þessi niðurstaða honum á óvart?

„Já og nei. Við vitum að eitthvað á tækinu var ekki í lagi, annars hefði slysið aldrei gerst.“

Hann segir málinu hins vegar hvergi nærri lokið. Nú verði höfðað einkamál og skemmtigarðurinn krafinn um skaðabætur. Hann segir að í sambærilegum málum á Spáni hafi skemmtigarður þurft að greiða um 500 þúsund evrur í skaðabætur, tæpar 60 milljónir króna. Terra Mítica hafi aðeins boðist til að greiða brot af þeirri upphæð.

„Við þurftum fyrst að loka alveg sakamálinu til að geta höfðað einkamál og nú er sú staða uppi. Við munum fara beint í einkamál til þess að fá þetta tjón bætt að fullu,“ segir Xavier.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×