Skoðun

Skemmdarverk við Skógafoss – Vér mótmælum

Vigfús Andrésson skrifar
Rangárþing eystra hefur auglýst nýtt deiliskipulag í Ytri-Skógum. Það nær yfir aðkomu að Skógafossi.

Áætlað er að byggja þar mjög stórt hótel á tveim hæðum að hluta. Eða eins og segir í tillögunni:

Byggingarreitur hótellóðarinnar er 3.800 m². Innan byggingarreitsins má

byggja hótel og gistiþjónustu fyrir ferðamenn allt að 2.200 m² að grunnfleti og 11.100 m³.

Húsið má að hluta til vera á tveimur hæðum, eða allt að helmingur hússins.

Hlið sem snýr að Skógaá og/eða liggur samhliða henni skal vera á einni hæð.

Aðalhæð hússins skal ekki vera hærri en í kóta 23,80. Efsti hluti hússins má ekki fara yfir kóta 30,20 eða 6,4 m frá aðalgólfi.

Þá er áætlað að byggja ferðaþjónustuhús sunnan við félagsheimilið Fossbúð. Eða eins og segir í tillögunni:

Sunnan félagsheimilisins Fossbúðar er gert ráð fyrir að tvær lóðir undir ferðaþjónustu verði sameinaðar í eina lóð sem er 5.650 m².

Byggingarreitur er 1.900 m² og innan hans má byggja hús undir ferðaþjónustu og gistingu allt að 800 m² að stærð.

Byggingin má að hluta til vera á tveimur hæðum, að hámarki 1/3 hluti.

Gólfkóti aðalhæðar má ekki vera hærri en 24,30. Hámarkshæð húss frá aðalgólfi má vera í kóta 30,20.



Auk þessa er búið að byggja hótel norðan Barnaskólans og gefið er leyfi til að byggja suður úr honum.

Úr tillögunni:

Lóð farfuglaheimilis er stækkuð til suðurs.

Lóðin stækkar úr 3.750 m² í 5.600 m².

Byggingarreitur stækkar úr 1.815 m² í 3.635 m².

Hæsta hæð á mæni mælist í kóta 30,23 og má hæð bygginga ekki fara yfir þá hæð.

Þá á að færa tjaldstæðið suður fyrir fyrirhugað hótel og brjóta land undir það þar. Þar á að setja niður þjónustuhús og fjarlægja trjágróður á stóru svæði. Þá kallar fyrirhuguð framkvæmd á að breyta íþróttaaðstöðu í malbikuð bílastæði.

Þetta eru helstu fyrirætlanir meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings eystra undir stjórn Ísólfs Gylfa Pálmasonar.

Óskiljanlegt er með öllu hve mikil áhersla er lögð á það að eyðileggja ásýnd Skógafoss og allt umhverfi með þessum áformum. Ekkert kallar á þessar framkvæmdir nema ef til vill ásókn aðila með heldur dapran bakgrunn til að einoka svæðið til framtíðar. Fyrir þeirri ásókn fellur núverandi meirihluti í sveitarstjórn Rangárþings eystra.

Skorað er á alla sem eru mótfallnir þessum áformum að mótmæla þeim. Skógafoss er ekkert einkamál sérhagsmunaaðila, hann er þjóðareign og vel það.

Núna er deiliskipulagið í kæruferli til 7. maí nk.




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×