Innlent

Skemmdarverk í Hafnarfirði

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Miklar skemmdir urðu í flugeldaskothríð í Hafnarfirði.
Miklar skemmdir urðu í flugeldaskothríð í Hafnarfirði. vísir/stefán
Óvenjumikið var um skemmdarverk í Hafnarfirði um áramót og sérstaklega á þrettándanum en þá voru rúður brotnar í Hraunvallaskóla og kveikt í ruslagerði. Þetta kemur fram í Fjarðarfréttum, sem komu út í gær. Ljósabúnaður á ljósastaur var skemmdur á Glitvöllum og ruslafötur voru víða skemmdar.

Ekki var hægt að sjá á eftirlitsmyndavélum hver olli skemmdum á Hraunvallaskóla því flestum eftirlitsmyndavélunum var stolið af skólanum fyrir nokkrum árum. Íbúar harma mjög þessi skemmdarverk og hvetja til þess að gripið sé til forvarna, bæði á heimilum og í skólum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×