Viðskipti innlent

Skeljungur og 10-11 í samstarf

Bjarki Ármannsson skrifar
10-11 rekur fyrir verslun við bensínstöð Shell á Miklubraut.
10-11 rekur fyrir verslun við bensínstöð Shell á Miklubraut. Mynd/Skeljungur
Skeljungur hf. hefur samið við Rekstrarfélag Tíu ellefu ehf. um að annast rekstur tólf verslana við bensínstöðvar Shell og Orkunnar, ellefu höfuðborgarsvæðinu og einnar á Akranesi. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi. Þar segir að starfsmenn verslananna tólf, sem eru um hundrað talsins, muni starfa þar áfram undir merkjum 10-11. 10-11 rekur fyrir verslanir við bensínstöð Orkunnar á Dalvegi og Shell á Miklubraut.

„Með þessari ráðstöfun erum við að styrkja enn frekar þjónustustöðvar okkar og teljum að 10-11 sé sterkur samstarfsaðili til þess,“ segir Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, í tilkynningunni. „Við bindum miklar vonir við þau tækifæri sem samstarfið skapar og það er stór liður í okkar áformum varðandi uppbyggingu og þróun á fyrirtækinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×