Lífið

Skeggjaðir menn minna aðlaðandi eftir að alskeggið komst í tísku

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Margir menn skarta alskeggi nú til dags.
Margir menn skarta alskeggi nú til dags. vísir/samsett
Vinsældir alskeggsins hafa orðið til þess að nú finnst færri konum en áður skeggjaðir karlar aðlaðandi, ef marka má könnun sem gerð var við Háskólann í Nýju Suður-Wales í Ástralíu.

Telegraph greinir frá rannsókninni sem fór þannig fram að 1.453 gagn- og tvíkynhneigðum konum voru sýndar ljósmyndir af andlitum 36 karlmanna. Hlutfall mynda af skeggjuðum var misjafnt á milli kvenna og þóttu skegglausu karlarnir meira aðlaðandi innan um margar myndir af skeggjuðum. Að sama skapi þóttu skeggjuðu karlarnir meira aðlaðandi þegar hlutfall mynda af skegglausum var hátt.

Robert Brooks, yfirmaður rannsóknarinnar, segir alskeggið hjálpa körlum að vekja áhuga hins kynsins þegar skegg er ekki í tísku. Það missi hins vegar aðdráttarafl sitt þegar of margir skarta því, en alskeggið hefur sjaldan verið vinsælla meðal karlmanna en nú.

Stuðningsmenn alskeggsins hafa þó gagnrýnt rannsóknina. „Það eru engar sannanir fyrir því að skeggtískan hafi náð hámarki og sé nú að dala,“ segir Keith Flett, formaður Beard Liberation Front, samtaka karlmanna með alskegg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×