Innlent

Skeggið karlmennskueinkenni sem menn vilja flagga

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Skeggtískan hefur verið afar vinsæl að undanförnu. Tískuspekúlentar segja hana hafa náð hámarki nú í vetur en gera má ráð fyrir margir leyfi skegginu að fjúka með hækkandi sól og hlýnandi veðri. En hvers vegna er alskegg svo vinsælt? Óttar Guðmundsson geðlæknir ræddi málið í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.

„Það hefur alltaf legið í augum uppi að menn láta sér vaxa skegg því skegg er karlmennskueinkenni. Það er bara mjög einfalt, að skeggvöxturinn er genetískur, hann stjórnast af testósteróni og þetta er bara karlmennskueinkenni sem menn vilja flagga,“ sagði Óttar.

Sjá einnig: Svona lætur þú skeggið vaxa

Hann segir þessa tísku ekkert ósvipaða annarri tísku; hún gangi í hringi og að flestir karlmenn á einhverjum tímapunkti láti sér vaxa skegg. Karlmenn séu þó fyrst og fremst að sýna sig og sanna og líkir þeim við páfugla sem breiði út fjaðrir sínar. „Þetta er bæði tíska og tilraunastarfsemi. Menn eru að breiða út fjaðrirnar, hnykla vöðvana og sýna skeggið, og sýna að þeim vaxi skegg,“ segir Óttar.

„Menn vilja bara halda á lofti sinni karlmennsku og testósterón framleiðslu: „sjáið mig, ég framleiði testósterón. Ég er karlmaður,“ bætir hann við.

Viðtalið við Óttar má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×