Sport

Skaut sjálfan sig í fótinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aqib Talib.
Aqib Talib. vísir/getty
Lögreglan í Dallas hefur lokið rannsókn á máli frá því 5. júní er leikmaður NFL-meistara Denver Broncos, Aqib Talib, mætti á sjúkrahús með skotsár á fæti.

Niðurstaða lögreglunnar er sú að Talib hafi skotið sjálfan sig í fótinn. Denver vill ekkert tjá sig um málið og Talib hefur heldur ekki viljað gera það.

„Ég vil horfa fram á veginn og einbeita mér að tímabilinu með Broncos,“ sagði Talib.

Skotsárið var ekki stórt og Talib slapp við aðgerð. Hann fór af spítalanum sólarhring eftir að hann kom á staðinn.

Hann missti aftur á móti af heimsókn meistaranna í Hvíta húsið. Það var líklega ekki síður sárt.

Á sínum tíma sagði Talib við lögregluna að hann vissi ekki hver hefði skotið sig. Hann líklega skammaðist sín fyrir að hafa skotið sjálfan sig.

Talib er greinilega löngu búinn að ná fullri heilsu því hann hefur spilað frábærlega í vetur og stal tveimur boltum um síðustu helgi.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×