Erlent

Skaut 62 ára konu í bakið með rafbyssu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Lögreglumaður í Tallahassee í Flórída skaut 62 ára gamla konu í bakið með rafbyssu. Hann hefur nú verið settur í tímabundið leyfi á meðan rannsókn fer fram eftir að myndband af atvikinu var sett á netið.

Eftir að hafa séð myndbandið sagði lögreglustjóri bæjarins, Michael DeLeo að hann teldi ástæðu til að rannsaka málið.

AP fréttaveitan segir frá því að lögregluþjónar hafi verið að rannsaka kvartanir vegna eiturlyfjasölu við íbúðargötu. Viola Young gekk að lögreglubílnum og vildi fá upplýsingar um einn af þremur einstaklingum sem höfðu verið handteknir.

Lögregluþjónninn Terry Mahan sagði henni þó að halda sig fjarri og reyndi að handtaka hana. Á myndbandinu sést hvernig hún virðist þá ganga í burtu og lögreglumaðurinn skýtur hana í bakið með rafbyssunni. Við það fellur hún á andlitið í götuna. Lögregluþjónar hjálpuðu henni á fætur og færðu í lögreglubíl.

Konan var svo ákærð fyrir brot gegn valdstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×