Innlent

Skattakóngur greiddi 412 milljónir

Skrifstofur Ríkisskattstjóra Listi yfir hæstu gjaldendur var birtur í gær. frettablaðið/stefán
Skrifstofur Ríkisskattstjóra Listi yfir hæstu gjaldendur var birtur í gær. frettablaðið/stefán
EfnahagsmálJón Á. Ágústsson, einn af fyrrverandi eigendum Invent Farma, var hæsti greiðandi opinberra gjalda á Íslandi á síðasta ári. Jón og nokkrir félagar hans seldu hlut sinn í Invent Farma á síðasta ári. Jón greiddi tæpar 412 milljónir króna á síðasta ári. Útgerðarmenn eru fyrirferðamiklir á lista yfir hæstu gjaldendur. Næst á eftir Jóni kemur Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum, sem meðal annars á stóran hlut í Ísfélaginu, Kvos, Árvakri og fleiri félögum. Guðbjörg greiddi rúmar 389 milljónir í opinber gjöld. Á eftir Guðbjörgu kemur Ingibjörg Björnsdóttir með 239 milljónir greiddar og Kristín Vilhjálmsdóttir með 237 milljónir, en þær seldu báðar hlut í HB Granda. Ingibjörg Björnsdóttir er ekkja Árna Vilhjálmssonar, fyrrverandi stjórnarformanns fyrirtækisins, Frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson koma næstir þeim, en Þorsteinn greiddi 211 milljónir og Kristján tæpar 190 milljónir.- jhh


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×