Innlent

Skartgriparánið í Hafnarfirði: Mest farið fram á fimm ára fangelsi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Axel Karl Gíslason
Axel Karl Gíslason vísir/gva
Héraðssaksóknari fer fram fram á að Axel Karl Gíslason fái fimm ára fangelsisdóm fyrir þátt hans í vopnuðu skartgriparáni. Þá er farið fram á fjögurra ára fangelsi yfir Mikael Má Pálssyni en honum er gert að sök að hafa skipulagt ránið og tekið við þýfinu. Tveggja og hálfs árs fangelsi er krafist yfir þriðja manninum, Ásgeiri Heiðari Stefánssyni. Aðalmeðferð lauk í Héraðsdómi Reykjaness í dag og var málið dómtekið að því loknu.

Axel Karli og Ásgeiri Heiðari er gert að sök að hafa ráðist vopnaðir inn í Gullsmiðjuna við Lækjargötu í Hafnarfirði og haft á brott skartgripi að verðmæti tæplega tveggja milljóna króna. Við þingfestingu málsins neituðu mennirnir sök en auk skartgriparánsins er Axel ákærður fyrir að hafa skotið úr loftskammbyssu í átt að lögreglumönnum og að hafa rænt sömu verslun mánuði áður. Þá hafði hann á brott skartgripi fyrir 1,1 milljón króna. Allir eiga mennirnir brotaferil að baki.

Líkt og áður segir var málið dómtekið í dag og má gera ráð fyrir að dómur falli í því innan fjögurra vikna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×