Innlent

Skap-Ofsi til ákæruvaldsins

Skap-Ofsi kom víða við á athafnaskeiði sínu, meðal annars hjá Karli Wernerssyni. Fréttablaðið/gva
Skap-Ofsi kom víða við á athafnaskeiði sínu, meðal annars hjá Karli Wernerssyni. Fréttablaðið/gva
Mál málningarslettumannsins sem kallað hefur sig Skap-Ofsa er komið til ákæruvalds lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar verður tekin ákvörðun um hvort maðurinn verður ákærður fyrir eignaspjöll eður ei.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók Skap-Ofsa í janúar og linnti málningarslettunum eftir handtökuna.

Rannsókn lögreglu á tölvubúnaði mannsins, tölvum, myndavélum og minniskubbum leiddi í ljós að þaðan var meðal annars sent myndband á vefinn YouTube, þar sem sýnd voru hús auðmanna eftir að skvett hafði verið á þau rauðri málningu. Auk tölvubúnaðarins fannst á heimili mannsins eitthvað af málningu.

Maðurinn var handtekinn í kjölfar þess að rauðri málningu hafði verið slett á hús í eigu fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, Hreiðars Más Sigurðssonar. Það var síðari hluta janúarmánaðar. Þá hafði rauðri málningu meðal annars verið slett á hús Bjarna Ármannssonar, Birnu Einarsdóttur, Hannesar Smárasonar, Björgólfs Guðmundssonar, Karls og Steingríms Wernerssona og Lárusar Welding.

Maðurinn er á fimmtugsaldri og hefur komið við sögu lögreglu áður. -jss


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×