Innlent

Skammaði konur sem lögðu í stæði fatlaðra og tók upp á myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Gunnar hefur verið í hjólastól síðan árið 2007.
Jón Gunnar hefur verið í hjólastól síðan árið 2007. vísir
Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi fyrirtækisins Iceland Unlimited, birtir í dag myndband á Facebook þar sem hann gómar bílstjóra við að leggja ólöglega í stæði sem ætlað er fötluðum.

Jón Gunnar lenti í bílslysi árið 2007 og hefur hann verið bundinn hjólastól síðan. Bifreiðin sem um ræðir var lögð fyrir utan Rekstrarvörur á Réttarhálsi í Reykjavík.



P-Stæða þjófur dagsins II - The aftermath.

Posted by Jón Gunnar Benjamínsson on 6. maí 2015
Hann varð vitni að því þegar bílstjórinn lagði í stæðið og tók upp á því að leggja Porsche Cayenne bifreið sinni beint fyrir aftan ökutækið sem var lagt ólöglega. Inni í þeirri bifreið voru tvær konur en bílstjórinn sagðist hafa ætlað sér að skjótast inn í verslunina.

„Hún átti að færa bílinn ef einhver kæmi,“ sagði bílstjórinn við Jón Gunnar þegar hann ræddi við hana. Þar átti konan við að farþegi bílsins sem sat eftir inni í honum hefði haft það hlutverk að vera á varðbergi og færa bílinn ef einhver kæmi. „Hún sagðist ætla fylgjast með,“ sagði konan.

Jón Gunnar svaraði þá konunni: „Hvernig átti ég að vita það? Þess vegna lagði ég bílnum mínum beint fyrir aftan þig. Þessi stæði eru merkt fólki sem þarf að nota hjólastól, af hverju leggur þú þá hérna?“

P-stæða þjófur dagsins.

Posted by Jón Gunnar Benjamínsson on 6. maí 2015
Sjá einnig: Með einkanúmerið IM CEO: „Það er auðvitað dass af hroka í þessu“

Þá svaraði bílstjórinn: „Einfaldlega vegna þess að hún getur ekki labbað,“ sagði hún og benti á konuna sem var farþegi í bílnum. „Ég skaust fyrir hana inn í búðina.“

Jón benti á að hann og annað fólk í hjólastólum þyrftu á þessum bílastæðum að halda.

„Ég veit það, ég biðst bara innilegrar afsökunar á þessu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×