Erlent

SKAM-áhrifin greinileg hjá norskum foreldrum

atli ísleifsson skrifar
Noora er ein af aðalpersónum norsku þáttanna SKAM.
Noora er ein af aðalpersónum norsku þáttanna SKAM.
Norska hagstofan hefur tekið saman gögn um algengustu nöfn sem foreldrar gáfu nýfæddum börnum sínum á síðasta ári. Ljóst þykir að unglingaþættirnir SKAM, sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í landinu og raunar mun víðar, hafa haft mikil áhrif á nafngiftir.

Nora er vinsælasta stúlkunafnið og William vinsælasta drengjanafnið, en í hópi aðalpersóna þáttanna má einmitt finna þau William og Noora, sem þau Thomas Hayes og Josefine Pettersen túlka.

NRK segir frá því að árið 2015 hafi 474 drengir fengið nafnið William, eða 1,49 prósent drengja. Á síðasta ári fengu 1,61 prósent drengja nafnið William.

Nafnið Nora hefur verið á top tíu istanum allt frá árinu 2000, og fer hlutfallið nú úr 1,50 prósent árið 2015 í 1,89 prósent árið 2016.

Árið 2014 voru það nöfnin Lukas og Nora sem nutu mestra vinsælda en William og Emma á síðasta ári.

Vinsælustu stúlkunöfnin árið 2016:

1 Nora/Norah/Noora

2 Emma

3 Sara/Sarah/Zara

4 Sofie/Sophie

5 Sofia/Sophia

6 Maja/Maia/Maya

7 Olivia

8 Ella

9 Ingrid/Ingerid/Ingri

10 Emilie

Vinsælustu drengjanöfnin 2016:

1 William

2 Oskar/Oscar

3 Lucas/Lucas

4 Mathias/Matias

6 Oliver

7 Jakob/Jacob

8 Emil

9 Noah/Noa

10 Aksel/Axel


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×