Körfubolti

Skallasigur eftir tvær framlengingar

Haukarnir lágu í Borgarnesi.
Haukarnir lágu í Borgarnesi. vísir/daníel
Skallagrímur vann magnaðan sigur á Haukum, 106-101, í leik sem varð að tvíframlengja.

Mikil spenna var undir lok venjulegs leiktíma en Haukar jöfnuðu með þriggja stiga körfu 14 sekúndum fyrir leikslok og náðu með því að tryggja sér framlengingu.

Skallarnir héldu áfram að leiða í framlengingunni en Haukarnir neituðu að gefast upp sem fyrr. Þeir jöfnuðu aftur með þriggja stiga körfu og nú 8 sekúndum fyrir leikslok. Það varð því að að framlengja á ný.

Skallarnir brotnuðu ekki þrátt fyrir áföllin heldur héldu áfram á sömu braut og kláruðu dæmið í næstu framlengingu.

Skallagrímur-Haukar 106-101 (25-25, 23-20, 22-18, 14-21, 10-10, 12-7)

Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 36/6 fráköst/7 stoðsendingar, Tracy Smith Jr. 23/20 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 18, Trausti Eiríksson 9/9 fráköst, Davíð Ásgeirsson 8/6 fráköst, Egill Egilsson 7, Daði Berg Grétarsson 5, Magnús Kristjánsson 0, Kristján Örn Ómarsson 0, Davíð Guðmundsson 0, Atli Aðalsteinsson 0.

Haukar: Haukur Óskarsson 28, Alex Francis 19/17 fráköst/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 19/7 fráköst, Emil Barja 17/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Hjálmar Stefánsson 7, Sigurður Þór Einarsson 4, Helgi Björn Einarsson 4, Kristinn Marinósson 3/5 fráköst, Jón Ólafur Magnússon 0, Steinar Aronsson 0, Brynjar Ólafsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×