Innlent

Skall harkalega á ljósastaur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/heiða
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, aðallega vegna ölvunar og tilkynninga um ónæði. Á öðrum tímanum í nótt hugðust lögreglumenn athuga ástand ökumanns sem ók eftir Langatanga. Þegar ökumaðurinn varð þess var að lögregla hefði gefið honum stöðvunarmerki, jók hraðann og skall bifreið hans að lokum harkalega á ljósastaur við Álfahlíð. Skall bifreið hans það harkalega að ljósastaurinn brotnaði og kalla þurfti menn frá Orkuveitunni til að aftengja staurinn. Þá þurfti jafnframt dráttarbíl til að draga bíl mannsins af svæðinu.

Ökumaðurinn, karl á fertugsaldri, flúði vettvang eftir að hafa skollið á staurnum en náðist hann skammt frá á hlaupum. Var hann áberandi ölvaður og gistir nú fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×