Innlent

Skagamenn fá sín fyrstu skip

Svavar Hávarðsson skrifar
Komur skipanna hafa reynst innspýting víða um land.
Komur skipanna hafa reynst innspýting víða um land. Nordicphotos/AFP
Fyrstu komur skemmtiferðaskipa til Akraness verða í sumar. Fyrsta skipið sem hefur boðað komu sína þangað er Le Boreal. Það er ellefu þúsund brúttótonna skip með 264 farþega og 139 manna áhöfn.

Frá þessu er greint á vef Faxaflóahafna en jafnframt að á dögunum hafi Faxaflóahafnir fengið bókun um 14 komur til Akraness frá skipinu To Callisto. Það er lítið skip sem var smíðað árið 1963. Skipið getur tekið 34 farþega og áhöfnin er jafnan 16 til 18 manns. Áformað er að komur skipsins til Akraness raðist nokkuð jafnt yfir sumarmánuðina.

Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem skemmtiferðaskip koma til hafnar á Akranesi meta starfsmenn Faxaflóahafna það svo að um stórtíðindi sé að ræða – bæði fyrir sveitarfélagið sjálft og Faxaflóahafnir. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×