Fótbolti

Skagamaður inn fyrir Skagamann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór skoraði fjögur mörk í 27 deildarleikjum með Hammarby á nýafstöðnu tímabili.
Arnór skoraði fjögur mörk í 27 deildarleikjum með Hammarby á nýafstöðnu tímabili. vísir/getty
Arnór Smárason hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn vegna meiðsla Björns Bergmanns Sigurðarsonar.

Björn Bergmann tognaði í nára í leik Molde og Lilleström í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. Hann getur því ekki leikið með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Króatíu og Möltu.

Arnór, sem leikur með Hammarby í Svíþjóð, kemur inn í hópinn í stað sveitunga síns. Arnór, sem er 28 ára, hefur leikið 18 A-landsleiki, þann síðasta gegn Bandaríkjunum fyrr á þessu ári.

Björn Bergmann er annar leikmaðurinn sem dettur út úr landsliðshópnum eftir að hann var tilkynntur á föstudaginn. Áður hafði Aron Elís Þrándarson komið inn fyrir Emil Hallfreðsson sem er meiddur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×