Innlent

Skaðabótamáli Sjálfstæðisflokksins gegn Páli vísað frá

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn krafði Pál um 20 milljónir.
Sjálfstæðisflokkurinn krafði Pál um 20 milljónir. Vísir/GVA
Hæstiréttur hefur vísað skaðabótamáli Sjálfstæðisflokksins gegn Páli Heimissyni frá Héraðsdómi. Sjálfstæðisflokkurinn höfðaði málið fyrir hönd hóps íhaldssamra stjórnmálaflokka en Páll var sakfelldur árið 2013 fyrir fjárdrátt er hann starfaði sem ritari hópsins.

Samkvæmt stefnu til héraðsdóms höfðaði Sjálfstæðisflokkurin mál þetta „f.h. hóps íhaldssamra stjórnmálaflokka innan Norðurlandaráðs“ á hendur Páki. Þótt málið sé höfðað fyrir hönd hópsins var tekið fram í stefnunni að hópurinn sem slíkur væri ekki „sjálfstæð lögpersóna“ og hefði af þeim sökum ekki eigin kennitölu.

Til að höfða málið aflaði Sjálfstæðisflokkurin sér umboðs frá þessum erlendu stjórnmálaflokkum til málsóknar á hendur varnaraðila en flokkurinn höfðaði málið með fyrrgreindum hætti í stað þess að reka það í nafni flokkanna allra.

Þrátt fyrir þetta umboð er það mat Hæstaréttar að hópurinn sé ekki sjálfstæð lögpersónu og geti því ekki notið aðilarhæfis að málinu.

Páll notaði kreditkortið víða.Vísir
Dró sé rúmar nítján milljónir

Páll var sakfelldur var fyrir umboðssvik árið 2013 og dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs.

Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka en Páll hafði notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011.

Hæstiréttur vísaði hinsvegar frá kröfu Sjálfstæðisflokksins um að Páll skyldi endurgreiða milljónirnar nítján vegna vanreifunar en það var mat Hæstaréttar að ekki hafi verið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra af Íhaldshópi Norðurlandaráðs. 

Lögmaður Sjálfstæðisflokksins og Íhaldshópsins í málinu er Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi aþingismaður.


Tengdar fréttir

Páll áfrýjar til Hæstaréttar

Páll Heimisson greiddi fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmlega 19 milljónir króna á kostnað SJálfstæðisflokksins.

Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað

Ákæran á hendur Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanni í Valhöll, virðist leiða í ljós að hann hafi ferðast um heim allan og lifað hátt í tvö ár á kostnað norrænu íhaldsflokkanna. Hann tók tólf milljónir í reiðufé út úr bönkum á 26 mánuðum.

Dæmdur fyrir að misnota kreditkort

Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að misnota kreditkort sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir. Þarf að endurgreiða Sjálfstæðisflokknum rúmar nítján milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×