SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR NÝJAST 23:35

Ţáđi ađeins um tíu ţúsund krónur fyrir ađ myrđa Kim Jong-nam

FRÉTTIR

Sjúkraţjálfarinn sem Mourinho húđskammađi á bekknum hjá Chelsa í gćr

 
Enski boltinn
06:00 20. MARS 2016
Jon Fearn ásamt Kenedy í dag.
Jon Fearn ásamt Kenedy í dag. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Læknirinn Jon Fearn var mættur aftur á bekkinn hjá Chelsea í gær eftir að hann var settur á ís hjá félaginu eftir að Jose Mourinho, þáverandi stjóri Chelsea, tók hann á teppið.

Fearn var sjúkraþjálfari Chelsea ásamt Evu Carneiro undir stjórn Jose Mourinho og var hann sá maður sem hljóp með Evu inná þegar Mourinho trompaðist í 2-2 jafntefli gegn Swansea 8. ágúst.

Eva og Fearn hlupu þá inn á til þess að gera að sárum Eden Hazard í uppbótartíma, en Mourinho var ósáttur með að þau hafi rokið inn á þar sem Hazard þurfti því að fara af velli vegna aðhlynningarnar.

Eftir það hófst mikill farsi og endaði með því að Evu var ekki hleyp tá bekkinn aftur hjá Chelsea sem endaði með því að hún hætti og kærði meðal annars Mourinho.

Fearn hefur verið að vinna bakvið tjöldin hjá Chelsea, en var í gær í fyrsta skipti á bekknum aftur þegar Chelsea mætti West Ham á Stamford Bridge. Lokatölur urðu 2-2.

Það er þó ekki líklegt að Fearn verði áfram á næstunni á bekknum því hann var einungis að leysa Steve Hughes af á bekknum, en hann var frá vegna meiðsla.

Hér fyrir neðan má svo finna flestar fréttir Vísis af málinu og getur því fólk lesið meira um málið ef það hefur ekki kynnt sér það nægilega vel.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Sjúkraţjálfarinn sem Mourinho húđskammađi á bekknum hjá Chelsa í gćr
Fara efst