Innlent

Sjúkraflutningamönnum þakkað með milljón króna framlagi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Foreldrar og systkini Jennýjar Lilju, ásamt sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þegar þeir veittu peningagjöfinni viðtöku i dag.
Foreldrar og systkini Jennýjar Lilju, ásamt sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þegar þeir veittu peningagjöfinni viðtöku i dag. Vísir/Magnús Hlynur
Foreldrar og systkini Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur sem lést af slysförum á bænum Einholti í Biskupstungum 24. október 2015 heimsóttu sjúkraflutningamenn á Suðurlandi í dag og afhentu þeim 1 milljón króna að gjöf úr minningarsjóði Jennýjar. Með gjöfinni vill fjölskyldan þakka sjúkraflutningamönnum fyrir aðkomu þeirra að slysinu.

Jenný Lilja sem fórst af slysförum við bæinn Einholt í Biskupstungum í október 2015.
Jenný Lilja fæddist 25. júlí 2012. Hún var eineggja tvíburi og heitir tvíburasystir hennar Dagmar Lilja.

Systkini Jennýar eru, Júlía Klara (2008) og Mikael Ingi (2016). Foreldrar Jennýjar Lilju eru Rebekka  Ingadóttir og Gunnar L. Gunnarsson. Fjölskyldan býr í Kópavogi.

Hægt er að nálgast upplýsingar um minningarsjóðinn á heimasíðu hans.



Skjalið sem sjúkraflutningamennirnir fengu og verður hengd upp í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi þar sem sjúkraflutningarnir eru með aðstöðu sína.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×