Innlent

Sjúklingum forgangsraðað

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Mikil örtröð var á Landspítalanum í gær.
Mikil örtröð var á Landspítalanum í gær. vísir/eyþór
Mikið álag er nú á Landspítala og þá sérstaklega bráðamóttöku þar sem óvenju margir sjúklingar hafa leitað til spítalans undanfarna daga. Þá fer inflúensutilfellum hratt fjölgandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá spítalanum. Mikið öngþveiti var á bráðamóttökunni þegar Fréttablaðið bar að garði en þeir læknar sem blaðið ræddi við bjuggust við annari örtröð í gærkvöldi og aftur í dag.

„Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika. Við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu eða verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina á Smáratorgi í Kópavogi að forflokkun lokinni,“ segir í tilkynningunni. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×