Handbolti

Sjöundi sigur Hauka í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Janus Daði Smárason skoraði 11 mörk fyrir Hauka.
Janus Daði Smárason skoraði 11 mörk fyrir Hauka. vísir/anton
Haukar unnu sinn sjöunda leik í röð í Olís-deild karla í handbolta þegar þeir sóttu Fram heim í kvöld. Lokatölur 30-32, Haukum í vil.

Fram vann fyrsta leik liðanna í vetur, 37-41, og var nálægt því að endurtaka leikinn í kvöld.

Janus Daði Smárason skoraði 11 mörk fyrir Hauka, þ.á.m. þrjú síðustu mörk liðsins í leiknum. Daníel Þór Ingason kom næstur með sjö mörk en hann hefur spilað virkilega vel upp á síðkastið.

Eftir erfiða byrjun unnu Frammarar sig vel inn í leikinn og þeir náðu forystunni um miðbik seinni hálfleik. Þá stigu Haukar aftur á bensíngjöfina og bjuggu til smá forskot sem dugði til að vinna leikinn.

Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði níu mörk fyrir Fram sem er komið í fallsæti eftir fimm töp í röð.

Mörk Fram:

Arnar Birkir Hálfdánarson 9, Andri Þór Helgason 4/3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 4, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 3, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Valdimar Sigurðsson 3, Ragnar Þór Kjartansson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 2.

Mörk Hauka:

Janus Daði Smárason 11/1, Daníel Þór Ingason 7, Guðmundur Árni Ólafsson 4/1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 3, Heimir Óli Heimisson 2, Þórður Rafn Guðmundsson 2, Elías Már Halldórsson 2, Adam Haukur Baumruk 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×