Viðskipti innlent

Sjötti söluhæsti Domino´s staðurinn í heimi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Domino's í Skeifunni seldi gríðarlega margar pizzur á síðasta ári.
Domino's í Skeifunni seldi gríðarlega margar pizzur á síðasta ári.
Domino’s í Skeifunni hlaut fyrr á þessu ári verðlaun frá Domino’s International fyrir að vera sjötti söluhæsti Domino’s-staðurinn í heiminum árið 2015. Að sögn Önnu F. Gísladóttur í markaðsdeild Domino’s á Íslandi er þetta mikil viðurkenning fyrir starfsfólk Skeifunnar. „Þetta eru eftirsótt verðlaun í Domino’s-heiminum og við erum einstaklega stolt af starfsfólki okkar.“

Staðurinn fékk einnig verðlaun árið 2014 fyrir að vera einn af tíu söluhæstu stöðum heims. Árið 2015 var söluhæsti staðurinn í Dublin á Írlandi.

Fyrsta verslun Domino’s á Íslandi var opnuð árið 1993 og í dag er rekin 21 verslun hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×