Erlent

Sjötíu þjóðir sækja friðarfund

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Netanjahú segir fundinn tilgangslausan.
Netanjahú segir fundinn tilgangslausan. vísir/epa
Fulltrúar sjötíu þjóða voru mættir til Parísar, höfuðborgar Frakklands, í gær til þess að taka þátt í fundi um frið milli Palestínumanna og Ísraela. Búist er við því að niðurstaðan verði áframhaldandi stuðningur við tveggja ríkja lausnina. BBC greindi frá þessu í gær.

Palestínumenn taka fundinum fagnandi en Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, var ekki viðstaddur fundinn. Aukinheldur hefur hann sagt fundinn tilgangslausan.

Hvorki Ísraelum né Palestínumönnum var boðið að taka þátt en báðum þjóðum var frjálst að senda áheyrnarfulltrúa.

Beinar viðræður þjóðanna tveggja hafa ekki átt sér stað í nærri þrjú ár. Síðast voru haldnar viðræður í apríl 2014 en upp úr þeim slitnaði og var árangurinn lítill.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×