Erlent

Sjötíu manns slösuðust í gassprengingu á Spáni

Atli Ísleifsson skrifar
úmlega fimmtíu manns voru fluttir á sjúkrahús.
úmlega fimmtíu manns voru fluttir á sjúkrahús. Vísir/Getty
Rúmlega sjötíu manns slösuðust, þar af fjórir alvarlega, eftir að sprenging varð á veitingastað í Velez-Malaga, austur af Malaga á Spáni, í kvöld. Talið er að sprenginguna megi rekja til gasleka.

Sprengingin varð í eldhúsinu á veitingastaðnum La Bohemia, segir spænska blaðið La Opinion de Malaga.

Blaðið greinir frá því að kokkur staðarins hafi komið í veg fyrir frekara tjón með því að skipa starfsmönnum og gestum að fara út, um leið og hann tók eftir lekanum.

Rúmlega fimmtíu manns voru fluttir á sjúkrahús þar sem notast þurfti við lögreglu- og póstbíla, þar sem ekki voru til nægilega margir sjúkrabílar til taks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×