Erlent

Sjötíu manns bjargað úr klóm vígamanna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Nígerskir hermenn björguðu í gær sjötíu manns úr klóm vígamanna Boko Haram, í nokkrum þorpum skammt frá borginni Maiduguri. Meirihluti þeirra voru konur og börn. Þá var tólf konum og stúlkum bjargað frá vígamönnunum á miðvikudag, en talið er að nota hafi átt fólkið í hernað.

Árásum Boko Haram hefur fjölgað mikið undanfarin misseri, en nýkjörinn forseti landsins, Muhammadu Buhari, hefur sagst ætla að leggja höfuðáherslu á að yfirbuga hryðjuverkasamtökin.

Á undanförnum mánuðum hefur hernum tekist að endurheimta stóran hluta þeirra svæða sem samtökin höfðu lagt undir sig í norðausturhluta Nígeríu. Samtökin hafa sig þó enn mikið í frammi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×