Innlent

Sjómenn líklega í verkfalli fram á næsta ár: „Staðan er erfið og alvarleg“

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Engin lausn er í sjónmáli á kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.
Engin lausn er í sjónmáli á kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. Vísir
Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna hittust á um hálftíma löngum fundi húsnæði ríkissáttasemjara fyrir hádegi. Lítið þokaðist í viðræðum þeirra á fundinum.

Ríkissáttasemjari ákvað að boða ekki til nýs fundar fyrr en 5. janúar. Vika er nú síðan að verkfall sjómanna hófst á ný eftir að sjómenn felldu nýgerða kjarasamninga.

„Mér sýnist það bera mikið á milli,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, að fundi loknum. Hann segir að farið hafi verið yfir stöðuna á fundinum.

„Það var bara farið yfir svona atriði sem að við teljum að geti orðið til lausnar í þessari deilu og allt það og við fengum skilaboð frá þeim. Ég held að við kælum okkur yfir jólin og njótum þeirra með okkar fjölskyldum og svo hittumst við á nýjum ári,“ segir Valmundur.

„Ég held að við getum í það minnsta verið sammála um það að staðan er erfið og alvarleg og það er góður vilji sem fyrr í að reyna að finna lausn,“ sagði Heiðrún Lind Marteinssdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að fundi loknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×