Innlent

Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hraðbáturinn Sædís sést hér koma að bryggju í Bolungarvík með sjómennina þrjá sem björguðust þegar Jón Hákon sökk.
Hraðbáturinn Sædís sést hér koma að bryggju í Bolungarvík með sjómennina þrjá sem björguðust þegar Jón Hákon sökk. vísir/hafþór gunnarsson
Þrenn samtök sjómanna krefjast þess að allt sé gert til þessa að komast að því hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk á Aðalvík þann 7. júlí sl. Hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Báturinn situr á hafsbotni og ekki hefur verið gerð tilraun til þess að ná honum upp.

Í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands, Félagi vélstjóra og máltæknimanna og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands segir að það verði að ná bátnum af hafsbotni svo skeri megi með óyggjandi hætti úr um hvað hafi raunverulega komið fyrir.

Mikilvægt að sjómenn missi ekki trú á gildi sjálfvirks sleppibúnaðar

Líkt og kom fram í umfjöllun Kastljós
um málið undrast skipverjar á Jóni Hákoni og aðstandendur þeirra að ekki sé búið að ná bátnum upp af hafsbotni svo hægt sé að komast að orsökum slyssins. Óttast þeir að sönnunargögn séu að eyðileggjast.

Sjálfvirkur björgunarbúnaður virkaði ekki sem skyldi þegar Jón Hákon sökk og segja sjómannasamtökin þrjú að mikilvægt sé að aðilar sem komi að öryggismálum sjómanna komi til samráðs um aðgerðir til úrbóta en komið hefur í ljós að sjálfvirkur björgunarbúnaður hefur ekki virkað sem skyldi í nokkrum tilvikum.

Að mati samtakanna þriggja er það mikilvægt að sjómenn missi ekki trú á gildi sjálfvirks björgunarbúnaðar sem bjargað hafi fjölmörgum mannslífum frá því að slíkur búnaður var skyldubúnaður um borð í íslenskum skipum. Því þurfi að komast til botns í hvað olli því að búnaðurinn hafi ekki virkað sem skyldi þegar Jón Hákon sökk. 


Tengdar fréttir

Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist

Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun.

Hvorugur björgunarbátanna blés út

Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×