Erlent

Sjö slasaðir í nautahlaupinu í Pamplóna

Randver Kári Randversson skrifar
Sjö manns eru slasaðir eftir fimmta dag nautahlaupsins í spænsku borginni Pamplóna sem fram fór í morgun. Í frétt á vef Guardian kemur fram að í morgun hafi enginn verið stangaður af nautunum, en flestir hafi slasast eftir að hafa runnið á blautum götunum og síðan orðið fyrir nautunum. 

Nautahlaupið  í Pamplóna er árlegur viðburður og hlaupa þátttakendur með hópi sex nauta um 850 metra langa leið í gegnum borgina. Hvert hlaup stendur yfirleitt yfir í um 3 til 5 mínútur. Nautin eru síðan drepin í nautaati um kvöldið.

Árlega slasast tugir manna í hlaupinu, flestir við það að detta. Í ár hafa fimm verið stangaðir af nautunum, fjórir Spánverjar og einn Bandaríkjamaður, og er einn Spánverjanna lífshættulega slasaður.Frá árinu 1924 hafa fimmtán verið stangaðir til bana, en það gerðist síðast árið 2009.

Hér fyrir ofan má sjá myndband af hlaupinu í morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×