Erlent

Sjö manns haldið í gíslingu í París

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar umkringja bygginguna þar sem fólkinu er haldið.
Lögregluþjónar umkringja bygginguna þar sem fólkinu er haldið. Vísir/AFP
Vopnaður maður heldur sjö manns í gíslingu á ferðaskrifstofu í París. Svo virðist sem hann hafi reynt að ræna fyrirtækið, en lögreglan umkringir nú bygginguna. Ekki er talið að málið tengist hryðjuverkum.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni er maðurinn vopnaður skammbyssu en íbúum hefur verið skipað að halda sig frá svæðinu.

Ferðaskrifstofan er sögð eiga að mestu í viðskiptum við fólk frá Asíu og margir þeirra notist við reiðufé. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vopnað rán er framið þar.

Uppfært 20:13

Gíslarnir eru hólpnir en ræningjanum tókst að flýja af vettvangi og er hans leitað af lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×