Erlent

Sjö látnir í skógareldum í Tennessee

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjö hundruð byggingar eru annað hvort ónýtar eða skemmdar.
Sjö hundruð byggingar eru annað hvort ónýtar eða skemmdar. Vísir/GEtty
Minnst sjö eru látnir eftir gríðarstóra skógarelda í Tennessee í Bandaríkjunum. Þá slösuðust minnst 53 í eldunum en um 400 byggingar eru sagðar hafa brunnið til grunna og um 300 hafa orðið fyrir skemmdum. Skógareldarnir hafa farið um stórt svæði nærri Great Smoky Mountains þjóðgarðinum.

Um 14 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eldarnir hafa að mestu verið slökktir, en yfirvöld í ríkinu vara við því að þeir gætu sprottið upp aftur. Samkvæmt CNN er nokkurra enn saknað á svæðinu.

Á vef CNN má sjá ógnvænlegar fyrir og eftir myndir

Skemmdirnar eru verstar í borgunum Gatlinburg og Pigeon Forge. Embættismenn í Gatlinburg vonast til þess að íbúar geti snúið aftur til borgarinnar á föstudaginn, en enn sem komið er er það óleyfilegt.

Borgarstjóri borgarinnar hvatti ferðamenn til að sækja borgina heim og hjálpa þannig til við uppbygginguna. Báðar borgirnar reiða á ferðamennsku en um ellefu milljónir sækja þjóðgarðinn heim á hverju ári, samkvæmt BBC.

Eldarnir kviknuðu út frá litlum eldi hátt í upp í fjöllunum en yfirvöld vinna að því að rannsaka hvernig hann kviknaði. 

Frétt AP fréttaveitunnar um skógareldana. Embættismaður fer yfir skemmdirnar í Gatlinburg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×