Erlent

Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sepp Blatter, hinn umdeildi forseti FIFA, hefur lengi þrætt fyrir spillingu innan sambandsins.
Sepp Blatter, hinn umdeildi forseti FIFA, hefur lengi þrætt fyrir spillingu innan sambandsins. Vísir/AFP
Lögreglan í Sviss handtók í morgun sjö háttsetta starfsmenn FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, sem grunaðir eru um spillingu. Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi af ýmsu tagi síðustu tuttugu árin og er talið að upphæðirnar sem um ræðir nemi um hundrað milljónum bandaríkjala

Fastlega er búist við að mennirnir verði framseldir til Bandaríkjanna síðar í dag. Hinir handteknu eru af ýmsum þjóðernum en þeir voru allir staddir í Zurich í Sviss þar sem ársfundur FIFA fer fram á föstudaginn kemur. 

Forseti FIFA, hinn umdeildi Sepp Blatter, sækist þá eftir endurkjöri. Hann er ekki á meðal hinna handteknu en hann hefur um árabil margsinnis verið sakaður um spillingu innan sambandsins. Talið er að handtökurnar gætu sett strik í reikninginn fyrir endurkjör hans. 

Uppfært 8.15Að því er BBC greinir nú frá eru Jeffrey Webb, einn varaforseta FIFA, og Eugenio Figueredo, forseti knattspyrnusambands Suður-Ameríku (CONMEBOL), meðal þeirra handteknu. FIFA hefur boðað blaðamannafund klukkan níu að íslenskum tíma.

Uppfært 9:45 Blaðamannafundinum er lokið. Fjölmiðlafulltrúi FIFA staðfesti meðal annars að forsetakosningar sem fyrirhugaðar eru á föstudag muni fara fram. Sjá hér.

Uppfært 11:00

Fyrstu erlendu fréttir af málinu sögðu sex hafa verið handtekna en þeir reyndust sjö.




Tengdar fréttir

Forsetakjör FIFA fer fram

Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×