Innlent

Sjö handteknir vegna fíkniefna

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Sjö einstaklingar voru handteknir vegna fíkniefna á Suðurnesjum um helgina. Í einu tilvikinu reyndi rúmlega þrítugur karlmaður að kasta frá sér tveimur kannabispokum þegar lögregluþjónar höfðu afskipti af honum. Lögreglumaður náði þó að grípa í höndina á honum áður en honum tókst að kasta frá sér pokunum.

Við húsleit hjá manninum fundust tveir pokar með sveppum, einn með kannabis og lítil krukka með hvítu efni.

Þá voru fimm einstaklingar handteknir í íbúð þar sem fíkniefni var að finna. Samkvæmt lögreglunni fundust þar sjö pakkningar af meintu amfetamíni og tvær vogir. Enginn þeirra sjö sem þar voru vildi kannast við að eiga efnin í fyrstu. Því voru allir handteknir, en einn þeirra viðurkenndi svo eign sína á efnunum.

Þar að auki var ökumaður handtekinn vegna gruns um fíkniefnaakstur og staðfestu sýnatökur það. Tveir pokar með ætluðum fíkniefnum í jakkavasa hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×