Innlent

Sjö handteknir í nótt fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Einn maður var handtekinn vegna innbrots og þjófnaðar í nótt og gistir hann í fangageymslum lögreglunnar.
Einn maður var handtekinn vegna innbrots og þjófnaðar í nótt og gistir hann í fangageymslum lögreglunnar. Vísir/Eyþór
Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var nóttin frekar róleg. Fjórir aðilar voru handteknir vegna ölvunarástands og gista þeir nú fangageymslur. Tilkynnt var um eina minniháttar líkamsárás en gerandinn er ókunnur. Einn maður var handtekinn vegna innbrots og þjófnaðar og gistir hann í fangageymslu. Einnig bárust fjórar tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum. 

Lögregla handtók sjö ökumenn í nótt fyrir ölvunarakstur og eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Allir voru þeir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×