Erlent

Sjö grunaðir hryðjuverkamenn handteknir

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá handtökunni í dag.
Frá handtökunni í dag. vísir/afp
Spænska lögreglan handtók í dag sjö menn sem grunaðir eru um tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS og Al-Kaída. Mennirnir voru handteknir í borgunum Alicante og Valencia og í Ceuta-héraði í Norður-Afríku.

Í yfirlýsingu lögreglu vegna málsins segir um sé að ræða skipulagðan glæpahring sem meðal annars stundi vopnasmygl og mansal til Sýrlands og Írak. Þá er hópurinn jafnframt grunaður um peningaþvætti.

Fjórir mannanna eru spænskir ríkisborgarar af sýrlenskum, jórdönskum og marokkóskum uppruna. Tveir aðrir eru sýrlenskir og marokkóskir ríkisborgarar búsettir á Spáni.

Rannsókn málsins er enn í gangi, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×