Golf

Sjö fuglar á lokahringnum er Signý sigraði Borgunarmótið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Signý með sigurverðlaunin að leikslokum
Signý með sigurverðlaunin að leikslokum Mynd/GSÍ
Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr GK, bar sigur úr býtum í Borgunarmótinu í dag en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni en í verðlaun fékk Signý Hvaleyrarbikarinn.

Signý hóf daginn níu höggum yfir pari, tveimur höggum á eftir Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir en hún var fljót að vinna það forskot upp í dag.

Guðrún Brá lék fyrri níu holur vallarins í dag á pari, fékk einn fugl og einn skolla en á sama tíma var Signý aldrei langt undan.

Signý fékk fjóra fugla á fyrstu sex holunum en fylgdi því eftir með tvöföldum skolla og var á pari eftir fyrri níu.

Á seinni níu krækti hún í þrjá fugla og fékk tvo skolla og lauk leik á einu höggi undir pari á deginum og alls átta höggum yfir pari.

Fékk hún alls sjö fugla á lokahringnum en hún fékk einn fugl á fyrstu tveimur hringjum mótsins.

Guðrún Brá byrjaði seinni níu holur dagsins illa og fékk tvo skolla og tvöfaldan skolla á fyrstu fjórum holunum en lék síðustu fimm holurnar á einu höggi yfir pari og lauk leik á tólf höggum yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×