Innlent

Sjö féllu í sprengjuárás ISIS í Baghdad

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá árásinni í júlí.
Frá árásinni í júlí. Vísir/AFP
Sjö eru látnir og 28 særðir eftir sjálfsmorðsárás í Baghdad í Írak í morgun. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, samtökin hafa gert fjölmargar sprengjuárásir í Írak á árinu. Her Írak hefur sótt hart fram gegn ISIS á undanförnum mánuðum og undirbýr nú umsátur um borgina Mosul, sem hefur verið í haldi ISIS í rúm tvö ár.

Fyrr í sumar lýstu ISIS yfir ábyrgð á bílasprengjuárás í Baghdad þar sem minnst 324 létu lífið. Það var mannskæðasta atvik landsins frá innrás Bandaríkjanna árið 2003.

Fréttaveita ISIS segir árásina hafa beinst gegn Badr samtökunum. Þau samtök halda utan um einn stærsta vopnaða hóp sjíta í landinu og eru studd af Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×