Erlent

Sjö ára drengur skilinn eftir í skógi til að læra lexíu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Myndin sýnir japanska leitarmenn að störfum.
Myndin sýnir japanska leitarmenn að störfum. vísir/getty
Björgunarmenn í Japan leita nú að sjö ára dreng sem týndist í skógi á Hokkaido-eyju fyrir tveimur dögum. Drengurinn týndist í kjölfar þess að foreldrar hans skildu hann eftir fyrir að haga sér illa. Fjallað er um málið á vef Japan Times.

Í upphafi sögðu foreldrar drengsins lögreglunni að hann hefði hlaupið frá þeim þegar þau voru að tína grænmeti í skóginum. Í gær breyttu þau hins vegar framburði sínum og viðurkenndu að hafa skilið hann eftir „í nokkrar mínútur“ til að kenna honum lexíu.

„Ég vildi refsa honum svo við settum hann út úr bíl okkar til að hræða hann örlítið. Hann er ör og líflegur drengur en ég óttast um afdrif hans,“ sagði faðir drengsins í samtali við japanska miðla.

Verið var að refsa drengnum fyrir það að henda steinum í bíla og fólk nálægt þeim. Óttast er um afdrif drengsins en mikla rigningu gerði þar síðustu nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×