Innlent

Sjávarútvegsskólanum þakkað

útskrift 300 sérfræðingar hafa verið útskrifaðir frá upphafi. mynd/hafró
útskrift 300 sérfræðingar hafa verið útskrifaðir frá upphafi. mynd/hafró
menntamál Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem framlag Sjávarútvegsskóla stofnunarinnar á Íslandi er þakkað. Viðurkenningin beinist einkum að framlagi skólans í þágu smárra eyþróunarríkja. Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna er rekinn sem hluti af framlagi Íslands til þróunarmála og hefur verið starfræktur síðan 1998. Þar hafa um 300 sérfræðingar í sjávarútvegsmálum í þróunarlöndum hlotið sex mánaða þjálfun hérlendis og hafa yfir þúsund manns tekið þátt í námskeiðum sem skólinn hefur þróað og haldið í samstarfslöndunum. Skólinn er rekinn samkvæmt þríhliða samningi Hafrannsóknastofnunar og utanríkisráðuneytisins við SÞ. Hafrannsóknastofnunin hefur umsjón með starfi skólans í samstarfi við Matís, HÍ og Háskólann á Akureyri. Einnig er samstarf við Háskólann á Hólum sem og fjölda innlendra sjávarútvegsfyrirtækja. - shá


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×