Sjallar á Seltjarnarnesi sakađir um einrćđistilburđi

 
Innlent
10:09 09. MARS 2017
Guđmundur Ari veltir ţví fyrir sér hvort hann ţurfi yfirhöfuđ ađ mćta á fund ţegar niđurstađa hans er hvort sem er fyrirliggjandi. Ásgerđur segir ađ um fullkomlega eđlileg vinnubrögđ sé ađ rćđa.
Guđmundur Ari veltir ţví fyrir sér hvort hann ţurfi yfirhöfuđ ađ mćta á fund ţegar niđurstađa hans er hvort sem er fyrirliggjandi. Ásgerđur segir ađ um fullkomlega eđlileg vinnubrögđ sé ađ rćđa.
skrifar

Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi fyrir Samfylkingu á Seltjarnarnesi, furðar sig á afgerandi vinnubrögðum meirihlutans. Með nýlegu fundarboði var send út fundargerð þar sem búið var að afgreiða öll mál og merkja við mætingu þeirra sem fundinn sátu. Það er áður en fundur var haldinn. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri segir um fullkomlega eðlileg vinnubrögð að ræða.

Guðmundur Ari skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gærkvöldi þar sem hann veltir fyrir sér því hvernig það megi vera að hann hafi fengið senda fundargerð fundar sem hann átti eftir að sitja.

„Fullkomlega eðlileg vinnubrögðin alltaf hjá Sjálfstæðisflokknum á Seltjarnarnesi.
Flokkur með um 52% meirihluta sendir fulltrúum minnihlutans fundardagskrá fyrir fund bæjarráðs sem við eigum saman í fyrramálið þar sem búið er að afgreiða öll málin og hvernig unnið verður með þau áfram.
Spurning hvort það taki sig að mæta, búið að merkja við mætingu hjá mér og allt!“


Bćjarstjórinn á Seltjarnarnesi er afar röskur og til hagrćđis er fundargerđin svo gott sem klár, áđur en fundir fara fram.
Bćjarstjórinn á Seltjarnarnesi er afar röskur og til hagrćđis er fundargerđin svo gott sem klár, áđur en fundir fara fram.

Með birtir Guðmundur Ari mynd af fundargerðinni, en er reyndar búinn að skyggja hluta þess sem þar kemur fram. Ásgerður bæjarstjóri er undrandi á þessum athugasemdum frá Guðmundi Ara því fundurinn var í morgun og að sögn bæjarstjórans fóru þar fram góðar umræður. Og hún segir samskipti sín og Guðmundar ávallt hafa verið góð. Ásgerður segir þetta gert til að auðvelda, til undirbúnings og hagræðis; svo fundurinn megi ganga sem best.

„Bæjarstjóri undirbýr dagskrá gerir uppkast af fundargerð í hugsanlegri útfærslu og leggur fram. Flóknara er þetta ekki og svona hefur þetta alltaf verið,“ segir Ásgerður bæjarstjóri í samtali við Vísi. Og henni finnst þetta vart í frásögur færandi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Sjallar á Seltjarnarnesi sakađir um einrćđistilburđi
Fara efst