Heilsa

Sjálfstraust

sigga dögg skrifar
Trú á eigin getu og sjálfstraust er mjög aðlaðandi eiginleiki
Trú á eigin getu og sjálfstraust er mjög aðlaðandi eiginleiki Vísir/Getty
Sjálfstraust er mikilvægur hlut af hverjum og einum einstaklingi. 

 

Það að hafa trú á eigin getu er styrkjandi og hvetjandi til dáða.

 

Það eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á sjálfstraust og sjálfsöryggi en það er mikilvægt að vita að það er hægt að vera öryggur á einu sviði fremur en öðru. Þá er gott að hafa raunhæf markmið þegar maður vegur og metur ákvarðanir útfrá eigin getu.

 

Í kynferðislegu samhengi þá er gott sjálfstraust lykilinn að góðu kynlífi. Bæði fyrir getu einstaklingsins til að líða vel og geta slappað af til að fá fullnægingu, til að geta beðið um ákveðna hluti í kynlífi og spurt bólfélaga hvað viðkomandi þyki gott. Inni í þessu mati er ást á eigin líkama og að líða vel í eigin skinni. Gott kynferðislegt sjálfstraust er því mjög mikilvægur grunnur fyrir gott kynlíf.

 

Í rómantísku samhengi er sjálfstraust mikilvægt því gjarnan greina einstaklingar frá því, óháð kynhneigð og kynvitund, að sjálfsöryggi er aðlaðandi og einn af eiginleikunum sem fólk tekur eftir í fari annarra. Þó ber að nefna að það getur verið fín lína á milli sjálfsöryggi og hroka en það getur verið gott að temja sér ákveðið hóf í sjálfshóli og láta gjörðir frekar en orð tala.

Vísir/Getty
Í nýlegri úttekt New York Magazine á einni rannsókn voru einstaklingar með hátt sjálfstraust og lágt sjálfstraust látnir leysa ýmis verkefni til að kanna hvað hafði áhrif á daður þeirra. Ef þú ert á leiðinni á stefnumót þá gæti verið gott að renna í gegnum þetta til að undirbúa sig.

 

Einstaklingar með lágt sjálfstraust virtust brynja sig upp áður en fóru að hitta nýjan einstakling sérstaklega ef þau höfðu nýlega velt fyrir sér mögulegum „kostnaði“ við það að kynnast nýjum maka, eins og höfnun. Þessir einstaklingar voru því fjarlægir líkt og til að verja sig gegn særindum. 

 

Það sem virkar vel fyrir einstaklinga með lágt sjálfstraust er að vera minntir á kosti eða „gróða“ þess sem stefnumót gæti leitt af sér (samband). Þessir einstaklingar eru þá duglegri að taka eftir því þegar verið er að daðra við þá ef þeir eru minntir á kosti þess sem ferlið getur haft í för með sér frekar en mögulegar hættur (höfnun, særindi). Þeir tjá sig á annan og opnari hátt og verka meira aðlaðandi.

 

Einstaklingar hátt sjálfstraust virkuðu alveg öfugt, þeir brugðust vel við því að vera minnt á kostnað stefnumótsins, möguleikann á höfnun. Þessir einstaklingar vilja því forðast kostnaðinn umfram allt. Það virtist verka hvetjandi á þessa einstaklinga til að standa sig, vera opnari og jákvæðari.

Það getur verið hvati fyrir þessa einstaklinga að fara í samband þegar þeir eru minntir á galla þess að vera einir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×