Innlent

Sjálfstæðismenn vilja að reglurnar verði endurskoðaðar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að endurskoða þurfi reglur um kynningar í skólum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði í síðustu viku. Tillögunni var frestað á fundi borgarráðs.

Reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Þær komu meðal annars í veg fyrir að Tannlæknafélag Íslands fengi að gefa börnunum tannbursta og tannþráð sem og að Eimskip fengi að gefa fyrstu bekkingum reiðhjólahjálma líkt og undanfarin ár.

Í tillögu flokksins segir að reglurnar hafi reynst of þröngar og meðal annars komið í veg fyrir að kynningar í öryggis- og heilbrigðismálum fái að fara fram innan veggja skólanna. Þá er lagt til að reglurnar verði endurskoðaðar og túlkun þeirra rýmkuð þar til endurskoðun sé lokið og nýjar reglur hafi verið birtar.

Tillöguna í heild má sjá hér fyrir neðan:

35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Reglur um kynningar í skólum þarf að endurskoða með tilliti til þeirrar reynslu sem safnast hefur frá því þær voru settar haustið 2013. Reglurnar hafa reynst of þröngar og hafa komið í veg fyrir að kynningar í öryggis- og heilbrigðismálum fái að fara fram innan veggja skólanna. Það á t.d. við um hjólahjálma sem gefnir hafa verð um árabil en hefur nú verið hafnað og kynningar á tannhirðu af hálfu Tannlæknafélags Íslands vegna þess að félagið gefur tannkrem og tannbursta í fræðsluskyni. Lagt er til að reglur þessar verði endurskoðaðar og túlkun þeirra rýmkuð þar til endurskoðun er lokið og nýjar reglur hafa verið birtar. R15010262

Frestað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×