MIĐVIKUDAGUR 25. JANÚAR NÝJAST 23:51

Mikiđ um dýrđir í Amalíuborgarhöll

FRÉTTIR

Sjálfstćđismenn fjölmenntu í opiđ prófkjör Samfylkingar

 
Víkurfréttir
11:54 05. MARS 2010
Sjálfstćđismenn fjölmenntu í opiđ prófkjör Samfylkingar

Sjálfstćđismenn fjölmenntu í opiđ prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjanesbć um síđustu helgi ađ ţví er virđist gagngert til ađ koma Friđjóni Einarssyni í oddvitasćtiđ og fella núverandi oddvita, Guđbrand Einarsson. Ţetta kemur fram í samtali VF viđ  Björk Ţorsteinsdóttur, einn frambjóđenda Sjálfstćđisflokksins í Reykjanesbć. Samkvćmt heimildum VF átti Björk Ţorsteinsdóttir ađ hafa látiđ ţau orđ falla á fundi sjálfstćđisfólks ađ morgni prófkjörsdags, laugardaginn 27. febrúar,  ađ séđ yrđi til ţess ađ Guđbrandur yrđi felldur og Friđjón settur inn í stađinn. Björg neitađi ţví í samtali viđ VF ađ hafa tekiđ ţannig til orđa ţegar ţessi ummćli voru borin undir hana. „Ég sagđi: Ég spái ţví ađ ţađ verđi Sjálfstćđismenn sem muni velja oddvita Samfylkingarinnar og ţá vćntanlega nýjan,“ sagđi Björk í samtali viđ VF. „Ţetta var bara spá af minni hálfu af ţví ég vissi um marga sjálfstćđismenn sem voru á leiđinni í ţetta prófkjör. Mér fannst ţeir sem gáfu ţađ uppi vera meira hliđhollir honum [Friđjóni –innsk.blm]. Ţađ er ţađ eina sem ég hafđi fyrir mér í ţví. Ég sjálf fór ekki prófkjöriđ og hvatti fólk í kringum mig til ađ gera ţađ ekki,“ sagđi Björg ennfremur. Hún segir ţessa umrćđu á umrćddum fundi hafa komiđ til ađ af ţví ađ hún hafi veriđ spurđ af ţví hvernig kosningabaráttan hefđi gengiđ. „Ég svarađi ađ allt hefđi gengiđ mjög vel nema ađ fólk hefđi veriđ ósátt viđ ađ prófkjöriđ okkar var lokađ en opiđ hjá Samfylkingunni. Ég varđ ţá spurđ ađ ţví hvort mér hefđi ţótt betra ađ hafa opiđ prófkjör. Ég svarađi já vegna ţess ađ ég teldi Samfylkinguna grćđa á ţví ađ svo margir fćru úr okkar prófkjöri yfir í hitt. Ég sagđst ţá spá ţví ađ ţađ yrđu sjálfstćđismenn sem veldu nýjan oddvita Samfylkingarinnar Ég sjálf hef taliđ, og er reyndar sammála Guđbrandi međ ţađ, ađ fólk sem er harđákveđiđ í ađ kjósa Sjálfstćđisflokkinn hafi enga ástćđu til ţess ađ reyna hafa áhrif á Samfylkingarlistann,“ sagđi Björk. --- Efri mynd - Úr prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesbć. Neđri mynd - Björk Ţorsteinsdóttir, frambjóđandi D-lista.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Landiđ / Víkurfréttir / Sjálfstćđismenn fjölmenntu í opiđ prófkjör Samfylkingar
Fara efst