Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Vísir/Pjetur
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Gallup á fylgi stjórnmálaflokkanna. Fylgi Pírata hefur minnkað um níu prósent á einum mánuði. Greint er frá niðurstöðum könnunarinnar á vef RÚV.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 27 prósent og hefur staðið í stað frá síðustu könnum Gallup þann 14. apríl. Fylgi Pírata mælist 26,6 prósent og fylgið fallið nokkuð að undanförnu en í mars mældust Píratar með 36,1 prósent fylgi.

Vinstri hreyfingin - Grænt framboð mælist með 18,4 prósent og minnkar örlítið frá síðustu könnun. Fylgi flokksins hefur þó risið frá mars þegar flokkurinn mældist með 11 prósent fylgi.

Framsóknarflokkurinn bætir við sig fjórum prósentum en fylgi flokksins mælist tæplega 11 prósent. Fylgi annarra flokka breytist óverulega, rúmlega 8% segjast myndu kjósa Samfylkinguna, liðlega 5 prósent Bjarta framtíð og 3.5 prósent myndu kjósa Viðreisn.

Hér fyrir neðan má sjá þróun fylgis í skoðanakönnunum Gallup undanfarin tvö ár.

Spurt var: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa? En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu? Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna? Styður þú ríkisstjórnina?

Niðurstöður eru út netkönnun sem Gallup gerði dagana 14. til 28. apríl 2016. Einstaklingar voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×