Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur á ný

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. vísir/ernir
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur allra stjórnmálaflokka í nýrri könnun MMR og er nú með 26,9 prósent fylgi en í seinustu könnun fyrirtækisins mældist Vinstri hreyfingin – grænt framboð stærst.

Nú mælast Vinstri græn næststærst eða með 23,9 prósent fylgi, þar á eftir kemur Framsóknarflokkurinn með 12,2 prósent fylgi og bætir við sig 1,5 prósentustigum milli kannanna. Fylgi Pírata mælist 11,6 prósent, Fylgi Samfylkingarinnar 8 prósent, Viðreisn mælist með 6,3 prósent og Björt framtíð með 5,2 prósent. Fylgi annarra flokka mælist 5,9 prósent samanlagt.

Fleiri segjast styðja ríkisstjórnina nú en í síðustu könnun MMR og mælist hún nú með 37,9 prósent stuðning sem er 3 prósentustiga hækkun frá því síðast.

Könnunin var framkvæmd dagana 17. – 24. febrúar 2017 og var heildarfjöldi svarenda 928 einstaklingar, 18 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×