Fótbolti

Sjálflýsandi völlur í Rio De Janiero | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Pele við opnun vallarins.
Pele við opnun vallarins. Mynd/Twitter-síða Pele
Nýr fótboltavöllur var opnaður í einu af favela hverfunum í Rio De Janierio, fátækrahverfunum sem eru víða í borginni en orkan sem notuð er til að lýsa upp völlinn kemur frá leikmönnunum sjálfum.

Völlurinn er hluti af markaðsherferð Shell um að vera hagkvæmnari í orkunotkun. Fengu Shell brasilísku goðsögnina Pele með sér í lið í herferðinni.

Til þess setti Shell sérstakar flísar undir völlinn sem notar hreyfiorkuna sem kemur af vellinum til þess að lýsa völlinn upp og er því hægt að spila allan sólarhringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×