Erlent

Sjálfkeyrandi strætóar í Helsinki

Sæunn Gísladóttir skrifar
Franska fyrirtækið EasyMile stendur að baki vagnanna sem geta borið níu farþega.
Franska fyrirtækið EasyMile stendur að baki vagnanna sem geta borið níu farþega. Fréttablaðið/Getty
Tveir litlir sjálfkeyrandi strætisvagnar hófu göngu sína í Helsinki í Finnlandi í vikunni. Franska fyrirtækið EasyMile stendur að baki vögnunum sem geta borið níu farþega.

Vagnarnir geta keyrt á allt að fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund en ganga á 11 kílómetrum á klukkustund á meðan er verið að prufukeyra starfsemina.

Vagnarnir eru nú notaðir til að ferja farþega milli tveggja samgöngustaða í Hernesaari-hverfi. Ökumaður er um borð ef ske kynni að eitthvað færi úrskeiðis.

Sjálfkeyrandi strætisvagnar eru liður í því að losna við einkabíla úr borginni á næsta áratug. Strætisvagnarnir verða einnig teknir í notkun í Espoo og Tampere í Finnlandi seinna í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×